Fréttir

Nýta jarðvarma til framleiðslu á ofurfæðu úr smáþörungum

Mýsköpun er framsækið nýsköpunarfyrirtæki

Lesa meira

Hætt við að hætta við

Bæjarráð Akureyrar hefur fallið frá tillögu sem fram kom um að halda ekki Listasumar á Akureyri að þessu sumri. Tillagan snérist um að í tilraunaskyni yrði ekki Listasumar í ár en fjárveiting sem ætluð væri til hátíðarinnar rynni þess í stað til Akureyrarvöku.

Lesa meira

Akureyri - Nauðsynlegt að fjölga í lögreglunni

„Þrátt fyrir fjölgun íbúa og gríðarlega fjölgun ferðamanna hefur verið bent á að jafn margir lögreglumenn sinni útkalli á Akureyri og nágrenni og var árið 1980, við því sé nauðsynlegt að bregðast og fjölga lögreglumönnum,“ segir í bókun bæjarstjórnar Akureyrar

Lesa meira

Bergið Headspace, ráðgjafasetur fyrir ungt fólk á Akureyri

„Starfsemin fer vel af stað hjá okkur og ljóst að þörf er fyrir þessa þjónustu,“ segir Erla Lind Friðriksdóttir ráðgjafi Bergsins á Akureyri, en Bergið Headspace er ráðgjafasetur fyrir ungt fólk á aldrinum 12 til 25 ára. Bergið var stofnað árið 2019 og hefur verið starfandi síðan á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemin hófst á Akureyri í byrjun þessa mánaðar og er staðsett í Íþróttahöllinni á Akureyri, í sama húsnæði og Virkið.

Lesa meira

Fór að hekla á meðan hann var fótbrotinn

„Þetta var skemmtilegt verkefni og veitt mér mikla gleði,“ segir Kormákur Rögnvaldsson hársnyrtinemi sem dundaði sér við það að hekla heilmikið dúlluteppi, með 187 dúllum, 10X10 að stærð hver. Ástæða þess að hann hóf að hekla teppið var sú að hann fótbrotnaði og þegar fóturinn þarf hvíld er best að nýta hendurnar til að gera eitthvað uppbyggilegt á meðan brotið grær.

Lesa meira

Hreyfiglöð handboltakempa og lektor í lífeðlisfræði

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Vísindamanneskjan í apríl er Nanna Ýr Arnardóttir, lektor í lífeðlisfræði við Hjúkrunarfræðideild. Nanna Ýr hefur ofurtrú á hreyfingu sem forvörn hverskonar og hefur með það að leiðarljósi aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á því sviði.

Lesa meira

Rekstur Norðurorku skilaði 629 milljón króna hagnaði

Rekstur Norðurorku gekk vel á liðnu ári. Ársvelta samstæðunnar var 5 milljarðar króna. Hagnaður ársins var 629 milljónir króna eftir skatta, eigið fé er 10 milljarðar króna. Á aðalfundi félagsins fyrr í vikunni var ákveðið að ekki verði greiddur arður af hlutafé. Samstæðureikningur samanstendur af rekstri Norðurorku og dótturfélagsins Fallorku ehf. auk áhrifa frá hlutdeildarfélögunum Tengir hf. og NORAK ehf.

Lesa meira

Árangursrík sýning í Barcelona:

Sýningin tókst frábærlega. Það var stríður straumur gesta í básinn til okkar alla sýningardagana og mikill áhugi á okkar þjónustu og tæknilausnum," segir Hilmar Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Slippsins Akureyri, um þátttöku fyrirtækisins í sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni. Sýningin stóð í þrjá daga og lauk síðdegis í gær.

Lesa meira

Skemmdarverk unnin á rútum.

Hún var ekki skemmtileg aðkoma sem blasti við Jónasi Þór Karlssyni eigenda Sýsla Travel þegar hann kom, síðdegis í gær, til að líta til með bílakosti fyrirtækis hans sem staðsettar eru  á nýju bílastæði við Laufásgötu 4 á Akureyri.  Einhverjir lítt vandaðir  höfðu farið um og brotið glugga í rútum Jónasar.  Gluggar í svona bílum er sterkir svo nokkur fyrirhöfn hefur verið við að vinna þessi óskiljanlegu skemmdarverk.

Lesa meira

Ársfundur SSNE Skorar á stjórnvöld að tryggja nægt fé til löggæslu

„Lögreglan á Norðurlandi þarf að hafa þann styrk sem nauðsynlegur er ef upp koma alvarlegri mál í því skyni að geta sinnt hlutverki sínu og tryggt öryggi borgaranna,“ segir í ályktun sem samþykkt var á ársþingi SSNE sem haldið var í Þingeyjarsveit nýverið.  Skorað var á stjórnvöld að tryggja nú þegar nauðsynleg fjárframlög til málaflokksins.

Lesa meira